Monday 26 November 2007

Brennivín

Á laugardagskvöldið bauð ég útlendingahlutanum af bekknum mínum upp á íslenskt góðgæti. Mættir voru að sjálfsögðu Grikkirnir og sú ameríska/hollenska/indónesíska en stelpan frá Brasilíu komst ekki.
Ég dróg fram brennivín og tópas, harðfisk og smjör og nammi. Það er sko til nóg af nammi hér! Mamma stóð sig vel í útflutningnum:) Ég náði ekki einu sinni að leyfa þeim að smakka á öllu. Þau fengu draum, rís, lakkrískonfekt, nóakropp og kúlusúkk og viðbrögðin voru: "taktu þetta í burtu áður en ég klára allt" og "þetta nammi er ávanabindandi"!
Það sem kom mér nú á óvart var hvað þeim fannst brennivínið gott. Flestum fannst það miklu betra en tópasið. Ég er nú heldur ekki vön að fólk biðji um meira brennivín.

Ég fékk líka að smakka á "þeirra" drykk, Ursus. Reyndar ekki grískur drykkur en víst mjög vinsæll þar og er aulýstur sem "the surprise from Iceland" og á flöskunni stendur "based on the original icelandic recipe". Reyndar er drykkurinn framleiddur hér í Hollandi og minnti helst á krækiberjasaft. Kannski er þetta bara gömul íslensk uppskrift, hver veit?
Nú á ég rúmlega hálfa flösku og allir sem koma í heimsókn mega smakka!

Jón útbjó líka lagalista til að leyfa gestunum að heyra íslenska tónlist. Hvað ætli sé mest lýsandi fyrir íslenska tónlist: Björk, Þursaflokkurinn, Nýdönsk, Baggalútur, Ampop, Mugison eða Helgi og hljóðfæraleikararnir?
Ég komst að því þegar ég skoðaði íslensku tónlistina sem ég er með í tölvunni að það vantar alveg nýjustu hljómsveitirnar. Verð að bæta úr þessu, gengur ekki að vera ekki með það nýjasta þegar maður er í útlöndum að reyna kynna íslenska tónlist fyrir fólki.

3 comments:

Anonymous said...

Ég veit um eina sem segir augi pass við rauða drykknum......vísbending......er að fara búa með henni á föstudaginn og nafnið byrjar á U? Any clue?

Rúna said...

Hehe ég kannast líka við hana...

Rúna said...
This comment has been removed by the author.