Thursday 8 November 2007

Vel af sér vikið

Í gær mætti ég samviskusamlega klukkan eitt í skólann. Enginn annar var mættur. Ég fór að pæla hvort tíminn hafi verið færður í aðra stofu en fann ekkert um það á töflunni. Eftir smá bið og ráf til að athuga hvort ég myndi sjá einhvern ákvað ég að hringja í Eleni M. og spyrja hvar allir væru eiginlega.
Kennarinn sagði okkur víst í síðustu viku að þessi tími yrði færður frá eitt til klukkan fimm! Gott hjá mér. Ekkert annað að gera en að hjóla aftur heim. Gaman að eyða aðeins tímanum í vitleysu.

Eftir tímann þótti (Grikkjunum) tilvalið að kíkja á barinn. Fórum á stað sem heitir því skemmtilega nafni WW sem á hollensku er borið fram vei vei. Hljómar svoldið bjánalega. Vei vei.

Á barnum voru meðal annars jólin plönuð hjá okkur sem fara ekki heim. Við erum fjórar, 2 grískar, 1 brasilísk og ég ásamt því allar erum við með gesti. Held að þetta verði um 13 manns í heildina. Við ætlum að slá saman í jólaveislupartý með öllu tilheyrandi, grískum, brasilískum og íslenskum jólamat, drykkjum og skrauti. Það verður sko fjör!

2 comments:

Anna Kristín said...
This comment has been removed by the author.
Anna Kristín said...

Þetta eiga eftir að verða eftirminnileg jól hjá ykkur. Sniðugt að skella þessu upp í heljarinnar veislu og ekki leiðinlegt að kynnast jólunum hjá hinum í leiðinni.