Saturday 24 November 2007

Sinterklaas

Jólasveininn kom til Leiden í dag.
Formlega kom hann til landsins síðasta laugardag og var það víst sýnt í sjónvarpinu. Sá gamli getur að sjálfsögðu ekki verið á mörgum stöðum í einu og kom því í dag með viðhöfn til bæjarins.
Jólasveininn kemur frá Spáni á skipi með svörtu aðstoðarmönnunum sem allir heita Piet. Um hádegið var þéttskipað við síkið og allir að bíða eftir hersingunni. Fyrst komu litlir bátar og svo stærri bátur með jólasveininum og félögum. Á bátnum var líka lúðrasveit skipuð Piet-um og fullt af fólki var á sínum bátum að fylgja þessu eftir.
Allir veifuðu á fullu og mér fannst merkilegt að allir krakkarnir kölluðu á Piet og voru mörg klædd í Piet búninga (svipað og hirðfífl). Hann er greinilega merkilegri en sá gamli.
Síðan komu allir á land og greinilega einhver dagskrá að fara að byrja en ég nennti nú ekki að hanga yfir því. Svo er líka hægt að heimsækja jólasveininn og Piet í húsinu þeirra niðri í bæ fram að 5. des en þá er aðalgjafadagurinn.

Ég gleymdi myndavélinni en hringdi í Jón og hann kom hlaupandi en náði því miður fáum myndum af gleðinni. Sjáum til hvort þær rati inn á netið eða hvort ég reyni að finna aðrar myndir til að sýna múnderinguna á liðinu.

1 comment:

Anonymous said...

þú verður að fá þér svona búning hahahah