Tuesday 13 November 2007

Mígandi rigning

Í dag var mígandi rigning. Svona eins og kemur í hellidembu nema þetta stóð yfir í allan dag.
Hjólaði heim úr skólanum og þurfti að skipta um buxur. Þurfti síðan að mæta aftur í tíma og enn var rigning.
Á minni stuttu leið urðu buxurnar mínar svo blautar að ég var alvarlega að hugsa um að fara úr þeim og vera á brókinni í tímanum. Í staðinn sat ég í þrjá tíma með buxurnar límdar við lærin.
Buxurnar þornuðu hægt og rólega og voru nokkurn veginn þurrar þegar ég hjólaði aftur heim.
Hrollurinn náði lengst inn í bein svo það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom heim var að fara í heita sturtu, síðan í ullarsokka og hita vatn í kakóbollann.

Spurning um að kaupa sér hlífðarbuxur?

4 comments:

Una said...

held það hljóti að vera! það er ekkert betra en að vera vel klæddur í vondu veðri. jú, kannski betra að þurfa ekki að vera úti í vondu veðri...

Anonymous said...

ég held að hlífðarbuxur séu málið, maður verður bara lasinn af því að sitja kaldur og blautur í skólanum!

Eva said...

Mér sýnist það ekki vera nein spurning að fá sér hlífðarbuxur, það sé hreinlega bara það eina skynsamlega í stöðunni :)

Anonymous said...

í MÍGANDI rigningu og í hlífðarbuxum. Ég held að þú endir með að verða PUNG sveitt!