Tuesday 6 November 2007

Sælan á enda

Mamma og pabbi fóru heim til Íslands í morgun.
Þau mættu spræk á Schipol á fimmtudaginn með grunsamlega margar og stórar töskur. Ég átti von á góðu en það sem kom upp úr töskunum fór fram úr öllu sem mér hefði dottið í hug. Mér dettur ekki einu sinni í hug að reyna að telja upp allt það sem er núna í hillum, skúffum og skápum hér á Morsweg.
Íslenskur matur og dagblöð glöddu mig mest, líka þæfðar ullarmokkasíur og spil, auka yfirhafnir og gönguskór koma sér vel en skólabækur og tölfræðiglósur skiptu minnstu máli. Allavega þessa dagana.
Því verður ekki neitað að minni kæru stórfjölskyldu finnst gott að borða. Það skein í gegn í þessari mögnuðu sendingu að heiman. Það er alveg ljóst að hér verða mjög svo gleðileg jól!

Það væri hægt að skrifa en margar síður um það sem var gert um helgin en hér kemur stutt skýrsla:
Á föstudaginn héldu hjónin ein til Rotterdam á meðan við lærðum.
Á laugardag stóð ég fyrir skoðunarferð um Leiden. Fórum meðal annars á markaðinn þar sem pabbi smakkaði hráa síld með lauk að hætti infæddra en Jón læt sér nægja síld í brauði. Að sjálfsögðu var imprað á helstu sögulegum staðreyndum og þróun atvinnulífs hér. Hver hefur ekki gaman af því?
Á sunnudaginn fórum við til Amsterdam, kíktum í Begjinhof, sáum elsta hús borgarinnar, sigldum um síkin og heimsóttum Önnu Frank safnið.
Á mánudag var slæpst hér í Leiden og kíkt í nokkrar búðir.
Svo var að sjálfsögðu farið á veitingahús eins oft og kostur var á smakkað á ýmsum kræsingum, t.d. ítölskum, grískum, indónesískum, tælenskum, hollenskum og argentínskum.
Það verður erfitt að fara aftur í spaghettí-ið!

Allt gott tekur víst enda en núna get ég þá bara farið að setja mig í stellingar fyrir næsta gest!

2 comments:

Anonymous said...

jei- ég er svo heppin!!!!:)

Anonymous said...

æji það er alltaf gott að brjóta upp hversdagsleikann þegar að gestir koma og hundfúlt þegar að gamanið er búið en það venst..:oP