Wednesday 31 October 2007

Vei

Seinni einkunnin er komin (úr áfanganum sem ég þurfti að vera með kynninguna í) og hún var ekkert síðri en sú fyrri! Ég fer að ofmetnast hérna með þessu áframhaldi. Gott að byrja bara á toppnum og þá þarf ég ekkert að sanna neitt meira fyrir sjálfri mér meir. Gott plan:)

Nýju kúrsarnir byrjuðu í gær og dag, allt komið á full swing. Í morgun var líka fundur um lokaritgerðina og internship-ið sem við eigum að gera. Ég er alveg jafn óviss með hvað ég ætla að skrifa um, maður fær ekki að velja heldur eru bjóða kennararnir upp á ákveðin viðfangsefni. Það er pressa að velja sem fyrst, annars gæti maður setið uppi með efni sem maður hefur engan áhuga á. En ég veit ekki alveg hvað ég vil, ekki frekar en fyrri daginn.

Þetta intership er frekar flókið. Við eigum að finna fyrirtæki eða stofnun til að fá að vera lærlingar hjá en fyrir þá sem tala ekki hollensku er það frekar hæpið. Okkur var ráðlagt að leita eða einhverju tengt rannsóknum (þar er kannski hægt að gera e-ð á ensku) eða skutlast til heimalandsins og gera þetta þar.
Humm eini gallinn er að við þurfum að vera amk 7 vikur í svona lærlingsdæmi. Líka ósanngjarnt að neyðast til að fara úr landi til að uppfylla kröfurnar í náminu. Lausn skólans er að bjóða upp á tvo rosa praktíska kúrsa í stað lærlingstöðunnar. Ég er enn að pæla (alveg síðan í morgun!) hvað ég eigi að gera. Hvað ætli sé best?

Mamma og pabbi koma á morgun! Ég er búin að útbúa stíft ferðaplan fyrir pabba og viða að mér ýmsum fróðleiksmolum um Leiden. Síðan fæ ég dót úr geymslunni góðu og pottþétt nóg af íslensku góðgæti. Þetta verður ljúf helgi.

3 comments:

Anonymous said...

til hamingju með einkunnina, vona að þú eigir góða helgi, bið að heilsa gamla settinu þínu ;)

Anonymous said...

þetta er glæsilegt hjá þér til hamingju

Anonymous said...

Þú ert svo mikill snillingur :-) Til hamingju með árangurinn og góða skemmtun með settinu um helgina!!