Friday 12 October 2007

Innbrot

Í fyrrakvöld var brotist inn hjá stelpu sem er með mér í einum áfanga. Hún var að koma heim og sá tvo menn standa í herberginu sínu, kallaði e-ð til þeirra (bölvaði víst) og þá stukku þeir út um gluggann með fartölvuna hennar og myndavélina. Hún var skiljanlega í miklu sjokki í gær í skólanum. Úff greyið, öll verkefnin og allt í tölvunni.

Í kjölfarið heyrði ég fleiri innbrotssögur frá því í sumar og fyrravetur. Niðurstaðan úr sögunum var að það er verst að búa á jarðhæð, gaurarnir geta bara brotið gluggann og teygt sig í dótið.
Hressandi þar sem við búum á jarðhæð með risaglugga sem allir glápa inn um þegar þeir ganga um götuna. Við erum líka svo miklir Íslendingar að nokkru sinnum hefur gleymst að læsa bakdyrunum. En til að komast að þeim þarf maður að vísu að klifra upp á þak á öðru húsi og ganga smá eftir þakinu og klifra svo niður í portið okkar. Vona að enginn nenni að stunda það.
Ég er nú samt ekki algjör auli, passa alltaf að ganga frá tölvunni svo hún sjáist ekki frá glugganum þegar ég fer út og svo drögum við fyrir ef við förum út eftir kvöldmat svo það sjáist ekki að enginn er heima. Síðan held ég að umferðin fæli hugsanlega þjófa frá. Vonum það allavega, ég ætla ekki að verða nein taugahrúga yfir mögulegum innbrotum.

Í kjölfar jólapælinganna ákvað ég að spyrja tvær hollenskar bekkjarsystur mínar hvað væri hollenskur jólamatur og hvort það væru jólahlaðborð hér. Þær komu alveg af fjöllum með jólahlaðborðið (you know buffet with christmas food), Jón benti mér líka á að þetta er danskur siður. Það virðist heldur ekki vera neinn spes jólamatur hér, sumir borða hálfgert raclette, grill þar sem hver eldar sína bita en þeim datt ekkert í hug sem flestir hefðu á borðum.
Jón kom með þá pælingu að matur væri ekki svo mikið "issue" hjá Hollendingum, matur væri bara matur, ekki athöfn eins og oft hjá okkur (sérstaklega um jól og aðrar hátíðir). Kannski er það málið, útskýrir allavega allt þetta brauð með osti. Hvað er með þetta brauð með osti. Þetta er sko standard nesti í öll mál hjá Hollendingum.

Á morgun ætla Marielle og Wim að kíkja í heimsókn og spila við okkur. Það færir stuðstuðulinn aðeins upp á við, síðustu tvo laugardagskvöld hef ég verið að læra. Ég ætla líka að spyrja þau um hollenska jólamatinn og komast til botns í þessu máli.

5 comments:

Anonymous said...

iss geturu ekki bara látið hana múttu þína og pabba smygla einum hambóhrygg eða einni bæjóskinku með þegar þau koma? svo geturu bara skellt því í frystinn og þá er jólamatnum reddað;) örugglega ekkert spes hollenskur matur...

Anonymous said...

matur er bara matur!! piff...

í ástralíu eru sjávarréttir jólamaturinn og svo er líka stundum grillað þar!

Anonymous said...

Blessuð Álfheiður og Jón fær auðvitað kveðju lika.
merkilegt er hvað matur er ofarlega í huga ykkar frænkna...... en ég ætlaði bara að minna Evu á mig, langar til að fara að losna við dótið Hún getur bara hringt á mig er hún er á ferðinni.kv Gagga

Anonymous said...

Já veistu mér þyjir leitt að þurfa tilkynna þér þetta Álfheiður mín en hollendingar kunna bara alls ekki að halda jól! Alla vega ekki eins og við Íslendingarnir! Hef eytt 3 jólum með hollendingum og mér fannst það satt að segja alveg glötuð jól!Einmitt engin spes jólamatur og bara ekki jólastemming! En þú hefur Jón og láta einhvern koma með jólamatinn til ykkar og þá verður þetta fínt!!!!!! Þið verðir bara búa sjálf til stemminguna!

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.