Tuesday 16 October 2007

Fiskur

Síðasta kvöldmáltíðin áður en við fluttum út var steiktur fiskur með nýjum íslenskum kartöflum að hætti Braga, pabba Jóns. Síðan þá hef ég ekki borðað fisk.
Í dag ætlaði ég að bæta úr því og hjólaði í Albert Hein (sem er fínasta/dýrasta verslunarkeðjan hér) því mér leist ekki á fiskinn sem ég sá í Digros (búðin sem ég fer venjulega í). Ég hafði líka frétt að þar væri hægt að fá íslenskan fisk. Það var sko rétt en helv... dýr var hann, tæpar 21 evrur kílóið! til samanburðar kosta kjúklingabringur 7,5 evrur kílóið. Þannig að ég get keypt 3 kíló af bringum eða 1 kíló af íslenska fisknum. Svo ég keypti kjúklingabita í matinn (ennþá ódýrara ;). Núna skil ég enn betur af hverju Rúnar Óskars dröslaði heilu frosnu fiskiblokkunum hingað frá Íslandi.

Í dag var síðasti tíminn í Basic Theraputic Skills, bara final paper eftir og á morgun er síðasti tíminn í Paradigms and Controversies in Health Psychology. Í tilefni af því er stefnan að hitta nokkra Grikki á eftir og fara svo út að borða á morgun með jú Grikkjunum og nokkrum Hollendingum. Ég er svo mikill minnihluti! ekki bara útlendingur heldur líka í minnihlutahópi á meðal útlendinganna...

2 comments:

Anonymous said...

Álfheidur ??? ertu með bakarofn þarna hjá þér skal annars senda þér marengs með mömmu þinni. kv Gagga

Anonymous said...

Nei, ég er ekki með bakarofn hér, bara einhvern combi örbylgjuofn sem ég efast um að sé þægilegt að standa í einhverjum bakstri.