Sunday 28 October 2007

Tíminn stóð í stað

Í nótt var skipt yfir í vetrartíma. Við vorum stödd á lestarstöðinni í Delft klukkan þrjú í nótt og þá stoppuðu klukkurnar. Síðan fylgdist ég með klukkunum á lestarstöðvunum á leiðinni og alltaf var hún þrjú. Þegar við komum til Leiden var klukkan ennþá þrjú.
Gaman að græða einn klukkutíma og í tilefni af því svaf ég aðeins lengur í morgun. Það verður líklega ekki eins gaman í vor þegar maður tapar klukkutímanum.

Í gær fórum við til Rotterdam og tókum túristarúnt. Löbbuðum hring um borgina og fórum í siglingu um höfnina sem er sú stærsta í heimi. Enda engin smásmíði, þvílíkt magn af gámum og risaflutningaskipum. Rotterdam er allt öðruvísi en Leiden og Amsterdam, mikið af háhýsum og bara öll nútímalegri. Svo vantar ekki búðirnar, fórum t.d. í 11. hæða bókabúð. Að vísu var þetta 11 pallar en ekki alveg heilar hæðir. En samt alltaf skemmtilegt að koma í stórar bókabúðir.
Áður en við fórum heim kíktum við á kaffihús með Ingu Auðbjörgu og fengum nýjustu fréttir.
Fyrst við vorum á lestarrúntinum þá fórum við um kvöldið til Delft í afmælispartý hjá Rúnu. Mikið stuð og gleði.

Á föstudeginum hélt Ana, brasilíska bekkjarsystir mín, upp á afmælið sitt. Grikkirnir mínir fóru að tala um hvort ég gæti ekki einhvern tíma komið með "traditional" íslenska tónlist og kennt þeim "traditional" dansa. Semsagt gömludansana. Ég er ekki mjög spennt fyrir að hoppa í skottís svo ég fór að pæla hvað ég með mína danshæfileika gæti dansað í staðinn. Inga Auðbjörg kom með þá frábæru hugmynd að kenna þeim stuðmannahoppið, það er svoldið traditional.
Ég ákvað að bera þessa hugmynd undir Rúnu og Línu í afmælinu á laugardaginn. Mér til mikillar undrunar höfðu þær og Una aldrei heyrt um stuðmannahoppið. Ég neyddist því til að kynna þennan gleðidans fyrir þeim og tók nokkur hopp um salinn. Það vakti mikla gleði og stelpurnur spreyttu sig líka á hoppinu góða.
Kannt þú stuðmannahoppið?

11 comments:

Anonymous said...

að sjálfsögðu!!!

Una said...

já, þetta var aldeilis hressandi hopp :D Kann það núna ;)

kv. Una

Anonymous said...

Já takk fyrir kennsluna á hoppinu góða mín kjöra! Er ekki frá því að það sé bara vottur af harðsperrum í efri lærvöðvum en ég verð bara æfa mig! Verð orðin meistari í þessu fyrir hnátuferðina okkar!

Anonymous said...

Í hvaða krummaskuði eru þessir íslendingar aldir upp í ef þeir kunna ekki stuðmannahoppið?

Anna Kristín said...

HAHAHA ég sé þetta fyrir mér, á eftir að slá í gegn. ROCK on Álfheiður ;)

inga said...

auðvitað kann maður stuðmannahoppið, á bara soldið bágt með að brosa ekki þegar ég hugsa um fullan sal af fólki að hoppa eins og vitleysingar:D

Anonymous said...

Þær eru nú frá stærri bæjum landsins Magga og þær virðast vel upp aldar að öðru leyti! Eitthvað hefur þó mistekist en mér tókst að laga þetta:)
Já Inga, það erfitt annað en að brosa þegað maður verður vitni að hoppinu enda hélt ég að stúlkurnar myndu míga á sig af hlátri þegar ég hóf hoppið. Spurning hvort það hafi verið hoppið sjálft eða ég að hoppa?

Anonymous said...

Já við vorum kannski glataðar að kunna ekki hoppið góða! Ég á myndina og hef oft sé þetta fína hopp en aldrei beint tengt það sem eitthvað sérstætt stuðmannahopp.En mun hér með ALDREI gera þau mistök á nýjan leik........!Það sem olli hinum óstöðvanlegu hlátursgusum og nærri pissublautu gólfi var þegar hún Álfheiður hóf hoppin góðu en fyrir þá sem hana þekkja þá er hún ekki sú hæsta í loftinu og þar af leiðandi ekki með lengstu lappirnar svo þetta var EINSTAKLEGA fyndið! Svo ég tali nú ekki um þegar við hinar hófum að hoppa með í röð eins og við værum í snú snú........það sem maður lætur ekki hafa sig út eftir nokkra kalda!

Anonymous said...

Hvurslangs, auðvitað kann maður stuðmannahoppið! Vá, hefði alveg viljað sjá ykkur hoppa. Næst takið þið bara Astratertugubb! Ofsalegur hressleiki í því lagi.
Knúsiknús

Anonymous said...

Audda kann maður stuðmannahopp, þjóðaríþrótt eða svo gott sem. Hihihi, þetta hefur verið mjög fyndið hjá ykkur, þjóðdansar frá öllum löndum og svo stuðmannahopp! Frábært!! Hehe.

Anonymous said...

og já ég gleymdi heimilisfanginu..
Rönnen International Student Accomodation
Rönnblomsgatan 6 A
212 16 Malmö
Sweden

góða skemmtun um helgina