Sunday 21 October 2007

engisprettufaraldur haraldur

Að vísu bara tveir sniglar.
Skruppum út í gærkvöldi og hittum nokkra Grikki og þegar við komum heim voru tveir feitir sniglar í kapphlaupi á eldhúsgólfinu. Verst er að ég sá ummerki um óboðna gesti um daginn en fann þá ekki, spurning hvort þeir hafi verið í felum eða fyrri gestirnir farið út og þessir verið nýjir?
Við kíktum á stað sem heitir Linkse Kerk (vinstri kirkjan) og er víst hangout fyrir fólk eins og grænmetisætur og fólk sem klæðist ekki leðri (eins og Vera orðaði það). En staðurinn var áhugaverður. Frekar lítill og fullt af plöntum, næstum eins og að vera heima hjá einhverjum. Allir sem vinna þarna eru sjálfboðaliðar, allt lífrænt (já bjórinn líka) og er staðurinn svona non-profit dæmi, enginn græðir - ætli peningarnir fari ekki í að styrkja e-ð málefni.

Ég er sannarlega ekki hrakfallabálkurinn í bekknum.Eleni P. hafði tekist að hjóla fyrir bíl og var öll skökk og marin en fór samt út á lífið, seigt í þessum Grikkjum.

Er eiginlega alveg búin með Final Paper í Basic Theraputic Skills, sendi það inn í kvöld og þá eru tveir áfangar búnir, vúhú.

Það styttist óhugnalega í að mamma og pabbi koma sem þýðir að það er að koma nóvember. Ég sem er nýkomin og kann enn ekki hollensku. Hvað verður um allan þennan tíma?

6 comments:

Anonymous said...

hahaha kannt ekki hollensku....eftir 2 ár í Ungverjalandi kann ég varla að bjóða góðan dag ;)

Anonymous said...

Takk, mjög hughreystandi Kristrún:)

Anonymous said...

hahaha...þið eruð svo fyndnar

Anonymous said...

ja hérna!! þvílíkt ástand.. ég myndi nú telja mig kunna finnsku núna... eða bíddu... humm.. NEI! þetta er alltílagi álfheiður, þetta reddast

kv. maja

Anonymous said...

Álfheiður.... veit ekki alveg hvernig ág á að taka setningunni... það styttist óhugnanlega í að mamma og pabbi komi.....

mamma

Anonymous said...

Mamma þú átt að taka því að tíminn líður svo hratt og það sem ég er búin að bíða eftir svo lengi er bara að gerast!