Saturday 6 October 2007

Sól

Þá er sól og blíða í dag. Tókum smá pásu frá tölvunni áðan og röltum niður í bæ í góða veðrinu.

Tilgangurinn var að fara í símabúðina og kvarta yfir að netið sem átti að byrja að virka á fimmtudaginn er ennþá ekki í lagi. En við gleymdum bréfinu heima og vorum því ekki með klantnummer.
Við pöntuðum net í gegnum Orange en fyrst þurfti kpn (ríkissímafyrirtækið) að opna eða tengja línuna. Það átti að gerast á fimmtudaginn og Jón þorði ekki út úr húsi allan daginn en enginn kom. Enda efast ég um að þeir þurfi e-ð að koma inn í íbúðina. Síðan ætla þeir að koma 17. okt til að mæla línuna. Ekki veit ég hver tilgangurinn er með því.
Best er svo að orange er búin að senda okkur tvo routera! held nú að einn sé nóg. Mínusinn er að þetta virðist ekki vera þráðlaust apparat. Við góðu vana fólk gerðum bara ráð fyrir því! best að fá netið til að virka áður en maður fer að vesenast í að gera þetta þráðlaust.

Hausverkur helgarinnar er að klára kynninguna sem ég á að flytja á mánudaginn og æfa hana í drep. Ég æfði mig aðeins áðan til að sjá hvað hún er löng hjá mér núna. Ég gafst upp þegar ég var búin að tala í 20 mín. Að hugsa sér, ég gafst upp á að tala! þetta er mun erfiðara á ensku og með fullt af erfiðum orðum. Ég þarf að tala í 30-40 mín á mánudaginn svo það er eins gott að æfa sig. Greyið Jón og nágrannarnir þurfa líklega að hlusta nokkru sinnum á predikuninna (var sko úti áðan að æfa mig).

Svo þarf ég líka að skila inn skýrslu í therapista áfanganum. Núna erum við byrjuð að taka hvort annað í viðtöl og eigum að tala um eigin vandamál. Tíminn var tekinn út á band og ég er búin að vera hlusta á sjálfa mig tala við "sjúklinginn" minn og skrifa orðrétt niður fyrir skýrsluna. Ég þyki víst afar þolinmóður og rólegur þerapisti, fólk róast niður við að tala við mig. Það segja allavega krakkarnir sem hafa verið hjá mér í "tíma".
Haha þið sem haldið að það séuð alltaf læti í mér!

3 comments:

Anonymous said...

þú ert massadugleg, haltu því áfram;o)you can do it!

Anna Kristín said...

ohhh Álfheiður mín, ég er svo stolt af þér. Alveg hellings að gera hjá þér. Vonandi að þetta fari að lagast hjá þessu fyrirtæki. En gangi þér vel með verkefnin ;)

Anonymous said...

Jú jú þú ert alveg pollróleg og ég trúi því að alveg það sé gott að koma í viðtal til þín.....voða rólegt og næs, örugglega kaka og kaffi í boði og allir í tjillinu, hihi. Eitthvað kannast ég nú við svona netvesen...það er bara ekkert svona einfalt í útlöndunum.
Kv. Elva Rakel.