Monday 1 October 2007

Á laugardaginn fór ég aftur á sjúkrahúsið að leita að bókasafninu. Fann það eftir langa göngu um gangana sem ég rata ekki um. Fór í einhverja lyftu þar sem fólkið hneykslaðist á mér fyrir að taka lyftuna upp á næstu hæð (þetta skildi ég á hollensku) en ég sá engan stiga en gat ekki svarað fyrir mig svo ég brosti bara!
Á eftir fór ég í búðina og þar var gömul kona að spjalla við alla í röðinni og kinkaði kolli til mín af og til, var greinilega að bíða eftir að ég myndi leggja orð í belg. En ég bara brosti. Held að það sé besta ráðið þar til ég get farið að tala við fólk.

Laugardagurinn fór svo í lærdóm fram á kvöld af því við áttum von á gesti á sunnudag.
Á sunnudaginn hittum við Judith, hollenskan skáta sem Jón þekkir, og hún sýndi okkur stóru vindmylluna. Hún vann þar einu sinni svo við fengum frítt inn og einkaleiðsögumann. Ekki slæmt. Síðan kom Inga frá Rotterdam, skoðaði aðeins mylluna og svo fórum við öll á kaffihús.
Inga er skáti frá Íslandi sem er að læra í Rotterdam. Hún er búin að hóta því að koma oft í heimsókn sem er bara hið besta mál. Síðan er nauðsynlegt fyrir okkur að fara í menningarheimsóknir til annarra borga!

Í gær hitti ég líka grísku stelpurnar í hópnum mínum. Þær voru hressar, fékk t.d. að heyra sögur af grísku stelpunni sem ætlaði að hætta en hætti svo ekki og eru greinilega margir orðnir þreyttir að hlusta á vælið í henni (eins og þær orðuðu það). Greyið stelpan...

Framundan eru mikil hátíðarhöld í bænum.
Þann 3.október fyrir löngulöngu síðan losnuðu Leiden-búar við spænska herinn og því er fagnað ógurlega. Um helgina hafa risið tívolítæki og tjöld og það verður greinilega nóg um að vera.
Ég þarf þó að skila verkefni á fimmutdaginn en vonandi gengur það vel svo ég missi ekki af neinu!

2 comments:

Anonymous said...

brosa bara og veifa álfheiður mín, brosa og veifa:)

Anonymous said...

hehehe man vel hvernig var áður en mér tókst að verða hollenskusnillingur! Jamm brosa og kinka kolli virkar alltaf vel! Og svo nottla hlægja þegar hinir hlægja;)