Thursday 18 October 2007

Tengd

Já loksins er heimilið formlega nettengt. Fórum líka og keyptum e-ð tæki sem gerði router-inn að þráðlausu apparati til að losna við langar snúrur um alla íbúð.

Ein gríska stelpan spurði af hverju ég væri í "svona" jakka um daginn. Ég var sko þennan daginn í bláa Cintamani regnstakknum mínum sem mér hefur ekki fundist neitt undarleg klæði fyrr. Ég sagði að það væri af því ég hefði haldið að það væri að fara rigna þegar ég fór út um morguninn. Eitthvað fannst henni skrýtið að vera í sérstökum hlífðarfatnaði. Það hefur örugglega ekki bætt úr að ég var líka með Cintamani bakpoka undir bækurnar mínar og henni líklega fundist ég útbúin til fjallgöngu.

Í gær fóru ég, nokkrir Grikkir og fleiri Hollendingar út að borða til að fagna áfangalokum. Fólk var hresst en sumir ekki jafn hressir í tíma kl. 9 í morgun.
Ég gerði tvennt í fyrsta skipti á hjólinu í gær, hjólaði í pilsi og hjólaði heim af barnum. Það er ægilega þægilegt að hjóla svona á nóttinni, engir bílar og fólk að þvælast fyrir manni!

2 comments:

Anonymous said...

Verðum við þá ekki að bjarga einum kornflaksmarengs þannig að það verði nú jól hjá ykkur. kv Gagga

Anonymous said...

til hamingju með nettenginguna, nú verður sko aldeilis spjallað:oD