Wednesday 24 October 2007

Fyrr má nú vera

Það er byrjað að setja upp jólaskreytingar í bænum! Stórar skreytingar yfir aðalgötunni, svona sem eru strengdar á milli húsanna svipað og eru á Laugaveginum. Jólin eru skemmtileg og allt það en mér finnst full snemma verið að setja upp aðalskreytingarnar.

Kuldinn er farinn að bíta í kinnarnar, ég er búin að draga fram kápuna og ullarvettlingana frá ömmu. Hollendingar virðast ekki nota vettlinga, hef séð einn og einn með hanska en engann með svona ullarvettlinga. Kannski eins gott að ég tók ekki ullarhúfuna líka.
Áðan fórum við í bæinn og fórum meðal annars í íþróttabúð og mér til mikillar gleði fann ég skíðadeildina! Frekar skondið í flatasta landi heims og ennþá fyndnara hér undir sjávarmáli :Þ Ætli Hollendingar fari mikið á skíði? Ég veit að þeir eiga manngerðar brekkur og meira segja innhúss.

Fyrsta einkuninn komin í hús og hún var góð!

10 comments:

Anonymous said...

skild'að vera jólahjól, það er komið jóladót í búðir hér...
en hvað fékkstu í einkunn og í hverju????

Anonymous said...

úhhh til hamingju með góða einkunn!! bjóst nú ekki við öðru;) svo mikill snillingur einsog þú átt ættir til- ég er náttla eldri og hef kennt þér ýmislegt;) hahaha

Anna Kristín said...

Til hamingju með einkunnina þína. Þú ert snillingur og ég segi það enn og aftur
ÉG ER ROSALEGA STOLT AF ÞÉR ELSKU ÁLFHEIÐUR OKKAR

Ekki leiðinlegt að fá smá jólaskraut, ég einmitt fór í Ikea síðustu helgi og þar er allt að fyllast af jóladóti. Þetta veitir manni hlýju svona á þessum myrkustu og blautu tímum hahaha ;)

Anonymous said...

Jólin Álfheidur. var að fá upplysingar hvernig þetta er þarna hjá þér í hollandi. Jólasveinninn kemur með skipi frá Spáni 17 nóvember með fullt af negrastrákum með sér. hann dvelur til 5 des og fer þá.þá koma fjölskyldur saman og borða. einhver skruðningur verður þá á háaloftinu sem sagt jólasveinninn mættur með pakkana og allir fá glaðning frá jólasveininum svona 1-2 pakka. Engan frá fjölskyldunni. Þannig að njóttu tímans milli 17 nóv og 5 des síðan verðið þið bara að búa til ykkar jól á okkar jólatíma.
kv Gagga

Anonymous said...

Jólin Álfheidur. var að fá upplysingar hvernig þetta er þarna hjá þér í hollandi. Jólasveinninn kemur með skipi frá Spáni 17 nóvember með fullt af negrastrákum með sér. hann dvelur til 5 des og fer þá.þá koma fjölskyldur saman og borða. einhver skruðningur verður þá á háaloftinu sem sagt jólasveinninn mættur með pakkana og allir fá glaðning frá jólasveininum svona 1-2 pakka. Engan frá fjölskyldunni. Þannig að njóttu tímans milli 17 nóv og 5 des síðan verðið þið bara að búa til ykkar jól á okkar jólatíma.
kv Gagga

Anonymous said...

hahahaha...með fullt af negrastrákum með sér?? er hann einhver þrælahaldari þessi sveinki þarna....hmmm...
en já ég var búin að heyra að jólasveinninn kæmi 5.des, hollenska vinkona mín er með jólapartí hér þá og við skiptumst á gjöfum og eikkva meir...

Anonymous said...

Ji minn eini!! allt þetta jólatal - hér í finnlandi er nú ekkert farið að minnast á jólin en ég fer samt að fá smá svona jólafíling.. en til hamingju með góðu einkunnina

heippa
Maja

Anonymous said...

Hér eru víst líka komnar einhverjar skreitingar... alltof snemmt fyrir minn smekk!! Til hamingju með einkunina

Anonymous said...

hæ, tilhamingju með einkunina:)
Ég rakst einmitt á jólaskreytingu á leiðinu á prjónakaffihús, þá var einn húseigandinn búinn að skreyta stórt tréð í garðinum sínum með hvítri seríu.. mjög flott en þetta var um miðjan oktober og það er svolítið snemmt en ég er þó löngu byrjuð að hugsa um jólin.. heehee:):)
skrítnu hollendingar að nota ekki vettlinga... hehe ...
kv. Alma

Anonymous said...

Hæ Álfheiður
Var loksins að lesa bloggið þitt, alltaf búin að lesa hjá Jóni.
Til hamingju með að fyrsta önnin sé búin:)