Wednesday 10 October 2007

jólin

Í síðustu viku sá ég jóladót í V&D (magsín hér í Leiden) og líka á mánudaginn í IKEA. Undarlegt alveg. Áðan var ég svo að tala við Steinunni um flugið hennar hingað um jólin og þá fór ég að pæla hvað það væri margt sem ég myndi ekki gera í fyrsta skipti núna um jólin og þá væntanlega margt annað sem ég geri í fyrsta skipti.

Þetta verður í fyrsta skipti á ævinni sem ég verð ekki hjá mömmu og pabba og litla bróður og hitti ekki stóra bróður og frú.
Í fyrsta skipti í mjög mörg ár sem ég geri, fæ eða verð ekki:
- á Akureyri
- fæ skötu hjá Sigrúnu og Baldvin á Þorláksmessu
- hitti systur mömmu og co í kaffi á aðfangadagskvöld
- skreyti í Vestursíðunni
- föndra jólakort
- baka smákökur
- geri konfekt
- skoða brjálaðar jólaskreytingar
- sker út laufabrauð
- fæ laufabrauð yfirhöfuð
- fæ heimabakaðar smákökur
- fæ sandköku með karmellu
- fæ kornflexmarengs
- fæ heimagert konfekt
- fæ the jólamat með því sem tilheyrir
- fæ hangikjöt úr sveitinni eins og það er best (ekki úr búð)
- fer til Húsavíkur
- hitti hinar ömmurnar og afann
- hitti allt hitt fólkið á förnum vegi í jólastússi

En ég mun hlusta á jólamessuna klukkan sex, búa til heitt kakó, vona að ég fái einhvern jólapakka og helst líka jólakort og skal lesa einhverja bók fram á nótt á aðfangadagskvöld!

7 comments:

Unknown said...

já segðu!! jólasósan, kjötið, malt og appelsín jiii minn eini..

en við gerum eitthvað svo rosalega gaman:) og borðum góðan mat og svona...

Anonymous said...

Já það verður eitthvað skrítið að sjá ykkur ekki á aðfangadagskveld... humm... en ég skal bara njóta þess í botn að fá mér hangikjöt og svínahrygg og malt&appelsín og laufabrauð og smákökur og kræsingar og... á ég að halda áfram eða er ég bara orðin leiðinleg núna hehe ;o) nei en ykkar verður nú saknað... ég skal allavega minnast á ykkur ;)

en til hamingju með að vera búin með þetta verkefni :)

Kveðja frá finnlandinu...
Maja

Anonymous said...

hahaha Maja takk! vona að allir séu ekki búnir að gleyma manni strax! en ef enginn fattar að við séum ekki á svæðinu þá máttu endilega minnast á okkur..

Anonymous said...

það er alltaf spes að hafa jólin ekki heima hjá sér, en meðan maður er með einhverjum sem manni þykir vænt um þá reddast þetta:o)maður getur líka alltaf huggað sig við að það koma jól eftir þessi jól og þá kann maður ennþá betur að meta hangikjötið og smákökurnar og allt þetta stöff;o)

Anonymous said...

Hummm..góðar pælingar. Skal lofa að borða eitthvað af þessu fyrir þig og skoða fullt af jólaskrauti. Henda mér í snjóinn ef hann verður til staðar :) ÞAð er spurning hvort þú gætir skrifað heimilisfangið þitt niður á síðuna þannig að góðhjartaðir vinir geti kannski kastað á þig línu í sniglapósti til að lesa á aðfangadagskvöld.

Anonymous said...

Sammála Ingu... maður kann ennþá betur að meta jólin á Íslandi þegar maður hefur upplifað þau einhversstaðar annarsstaðar. Sérstaklega í landi þar sem jólin eru ekkert svo hátíðleg eins og heima.
Settu endilega heimilisfangið ykkar hingað inn því það er aldrei að vita nema ég setjist niður einn daginn og skrifi nokkur jólakort... lofa engu samt ;-)

Anonymous said...

En hurrðu mín kæra! Þú getur líka föndrað jólakort hér og steikt laufabrauð og bakað smákökur og bara allann pakkann! Við stúlkurnar í Delft vorum nú meira segja einhverntíma að ræða jólakonfektgerð! Þannig ef úr því verður then You will be the first one to know!
Þetta verða bara öðruvísi jól en samt góð jól! Ég lofa þér!