Friday 9 November 2007

Stormur

George sagði mér í fyrradag að það væri búið að gefa út stormviðvörun. Grikkirnir voru stressaðir yfir þessu en ég hélt náttúrulega kúlinu, öllu vön sko. Enda virðist sem vonda veðrið sé aðallega á Englandi.
Í nótt var samt versta veður síðan ég kom, ég meira að segja vaknaði við lætin. Afar óvenulegt en kannski spilaði einfalt gler inni í. Í morgun bættist svo haglél við.

Að hjóla í roki er ekki skemmtilegt. Áðan var svo mikið rok að ég hreyfðist varla á hjólinu og svo mikil rigning að ég þurfti að skipta um buxur þegar ég kom heim. Þvílíkt ástand!

Áætlunin "að aðlagast hollensku samfélagi" gengur ágætlega. Síðustu tvo daga hefur Jón komið heim með hollensk fríblöð og ég reyni að fatta um hvað greinarnar eru. Mun samt halda mig áfram við mbl.is til að fylgjast með gangi heimsmálanna (eða buitenland nieuws upp á hollenskuna).
Ég er ekki enn alveg búin að ná sögunni af svörtu hjálparsveinum hollenska jólasveinsins. Hvernig byrjaði þetta eiginlega? Ég hef engin svör fengin frá þeim Hollendingum sem ég hef spurt um þetta dæmi. Núna þegar jóladótið er byrjað að streyma í búðirnar þá brosa svartir hjálparsveinar í hálfgerðum miðaldahirðfíflabúningi við manni við jólagóssið. Kannski er bara ósanngjarnt að allir jólasveinar og hjálparliðið í kringum hann séu hvítingjar.
Einnig er mikilvægt að fylgjast með sportinu. Núna er æsispennandi skautahlaupskeppni í sjónvarpinu. Merkilegt íþrótt þar sem menn hlaupa hring eftir hring á skautum og rass- og lærvöðvar eru klárlega málið. Ætli þeir eigi erfitt með að finna buxur sem passa?

2 comments:

Anonymous said...

gríðarlegur stormur í gær! ég fauk næstum því af hjólinu mínu, með hjólið með, án gríns sko!! jiii minn eini...

Anonymous said...

Ég svaf þennan storm bara alveg frá mér! Vaknaði aftur á móti við símann minn en það var pabbinn minn á íslandi að vara mig við miklum stormi.........ég sagði að ég hefði hreinlega misst af honum sökum kvefs=djúpur og langur svefn!