Sunday 18 November 2007

Verður Íslendingum kalt?

Brandari vikunnar hjá Grikkjunum var þegar ég sagði að mér væri kalt. Það fannst þeim ótrúlegt, ég er nú frá Íslandi! Þau eru búin að væla mikið yfir kuldanum en ég hef ekki haft yfir miklu að kvarta. Maður kann að klæða sig. Þennan daginn klæddi ég mig kannski ekki alveg nógu vel og var þess vegna aðeins kalt. Bara aðeins.
Eins gott að þau sjái mig ekki stundum á kvöldin þegar ég fer í ullarmokkasíurnar og undir teppi til að hlýja mér.
Ég er nefnilega vel útbúin innan sem utandyra. Eva kom með bútasaumsteppið frá mömmu og mamma kom með ullarmokkasíur sem Gunna systir prjónaði handa henni fyrir útlegðina í Nottingham. Greinilega nauðsyn fyrir Íslendinga í útlöndum í köldum húsum með einfalt gler.

Í dag var stór dagur. Pönnukökupannan var dregin fram og skellt í nokkrar pönnsur í fyrsta skipti hér á Morsweg. Það tók nefnilega smá tíma að verða sér út um jafn exótísk hráefni eins og lyftiduft og vanilludropa.
Markmiðið er að verða nokkuð fær pönnukökubakari áður en ég kem heim. Í heimilisfræði lærði ég nefnilega bara tveggja manna pönnukökubakstur en ég hef ekki alltaf Ingu hjá mér svo ég verð að læra að gera þetta sjálf.

Aðalverkefni síðustu viku var að búa til myndband um öruggt kynlíf og æfa efnið sem við munum nota í prógramminu okkar. Á morgun þurfum við svo að kynna allt fyrir kennurunum. Eftir eina og hálfa viku munum við standa fyrir framan heilan bekk af 14 ára unglingum og fræða þau um öruggt kynlíf. Fjör? án efa. Stressandi? pottþétt.

7 comments:

Rúna said...

Haha... mér er sko alllltaf kalt. Maður er svo góðu vanur á Íslandi þar kostar sama og ekkert að kynda allt í botn.
Mjög áhugavert þetta verkefni... en mér er spurn, leikið þið sjálf í því? ;) já og er það á hollensku?

Anna Kristín said...

Þetta hljómar áhugavert hjá þér. Tek undir með síðasta manni, á hvers lags tungu er þetta.
Stóra spurningin er líka sú, ætli þetta slái út kynfræðslu frá okkar tíma. Minnir að banani hafi komið þar við sögu!!!

Eva said...

Ég á aldrei eftir að fyrirgefa sjálfri mér fyrir að hafa verið veik daginn sem sá kynfræðslutími fór fram.

Anonymous said...

Við fengum samnemendur til að leika í vídjóinu fyrir okkur. Við förum í international skóla þar sem allt er kennt á ensku, held að við séum ekki orðin nógu sleip í hollenskunni:) Það er ansi langt í að ég treysti mér til að ræða kynlíf við 14 ára unglinga á hollensku!

Kynfræðsla okkar tíma! Stína þetta hljómar eins og við séum ævagamlar. Verð að viðurkenna að ég man nú ekki mikið eftir þessum tíma! En það kemur banani við sögu í minni fræðslu...

Anonymous said...

Stelpur! Það er notuð gúrka í Síðuskóla núna við mikinn fögnuð (eða þannig).

Anonymous said...

ég styð þig heilshugar í anda við bæði kynfræðslu og pönnukökubakstur;o)

Anonymous said...

ohh svo sammála- þetta er komment sem ég þoli ekki...af því að ég er frá íslandi þá má mér aldrei vera kalt, ef ég minnist á veðrið þá fæ ég skot á mig " you can take it, you´re from Iceland!!" óþolandi misskilngingur!

en gangi þér vel í fræðslunni, án efa spennandi