Thursday 13 March 2008

Fórum í gær til Marielle til að sækja búninginn hans Jóns fyrir IMWe. Efnið var keypt fyrir jól en svo breyttist búningaplanið svo það var fullt eftir af efninu og Marielle skellti bara í búning handa mér líka!
Svo núna á ég serk til að leika arabakonu þá daga sem ég verð á IMWe. En serkurinn er sko ekkert smá víður, alveg tveggjamanna en Marielle sagði að svona ætti þetta að vera. Sem er rétt, þetta á náttúrlega að fela allan vöxt svo karlarnir missi ekki einbeitinguna þegar kona gengur framhjá samkvæmt því sem ég hef lesið.
Jón er ansi flottur í búningnum sínum, kannski kemur mynd inn síðar, enn liggur leynd yfir þessu öllu víst.

Í kvöld koma Ole og Jostein fljúgandi frá Noregi og á morgun fara þeir og Jón keyrandi til Rieneck. Jón kemur aftur í næstu viku til að taka eitt próf og við fljúgum svo saman á skírdag þegar ég er búin með kynningu og eitt stykki ritgerð.
Það verður fjör að fá loksins að komast á þetta blessaða IMWe þótt ég verði nú bara gestur en ekki þátttakandi. Nóg hef ég heyrt og séð myndir!

Í gærkvöldi notaði ég tækifærið og fékk að stytta buxur hjá Marielle. Ég stytti buxurnar alveg alein. Engin Gagga að hjálpa (já eða bara taka yfir og stytta fyrir mig).
Buxurnar enduðu svona sentimeter of stuttar en það verður bara að hafa það. Ég fer ekkert að viðurkenna ósigur minn og fara til baka og laga þetta. Enda var það Jón sem tók síddina og það hlýtur bara eitthvað að hafa klikkað hjá honum. Best að hafa söguna þannig...

Hvað endar þetta! farin að gera sósur og stytta buxur hjálparlaust! kannski maður sé að fullorðnast Steinunn?

2 comments:

Anonymous said...

ég er eila viss um það já- það hlaut að koma að þessu hjá þér!

drekinn said...

Þetta er rosalegt að heyra! Ég yrði sko ekki hissa ef ég heyrði af þér í sultugerð í lok sumars og jafnvel sláturtaki þegar fer að hausta! Það verður alla vega spennandi að fylgjast með þessu! Svo mikið er ljóst! En ef þig vantar hjálp þá er ég nú sjálf reyndar húsmæðraskólagengin dama! Usssssssssss