Monday 31 March 2008

Sumartími

Í fyrrinótt var breytt yfir í sumartíma. Þá tapaði ég (og allir hinir) klukkutíma. Þannig að þegar ég vaknaði á sunnudagsmorgun klukkan hálftíu nokkuð sátt við að vakna þokkalega snemma var klukken ekkert hálftíu heldur hálfellefu! svekkjandi.

Hitastigið er á uppleið og í dag er fínasta blíða, kannski ég geti farið að pakka niður vettlingum, húfu og treflum? að vísu spáð köldu næstu þrjá daga svo það er best að bíða aðeins...
En með þessu áframhaldi þarf að stilla viljastyrkinn í botn til að hanga inni og læra. Ekki að ég hafi verið neitt dugleg að læra í rigningunni og kuldanum samt.

Byrjaði í síðasta áfanganum í dag, Interventions in Occupational Health. Mér líst nokkuð vel á byrjunina en kennararinn kenndi mér í haust og það þýðir ekkert hálfkák hjá henni. Ég hef aldrei eytt jafnmörgum klukkutímum per einingu eins og í þeim áfanga í haust. Hún var nú líka ægilega ánægð með mig þá svo það er eins gott að standa sig núna!

Einn áfangi og ein lokaritgerð to go...þetta hefst allt saman...

No comments: