Thursday 3 April 2008

Research proposal

Jón skrapp til Sviss í gær og kemur aftur á sunnudaginn. Á meðan ætla ég að vera mega dugleg að skrifa research proposal. Er reyndar ekki búin að skrifa mikið í dag en fann fullt af greinum til að skoða betur. Markmiðið er að skila til leiðbeinandans á mánudaginn svo hún geti gert athugasemdir. Hitti hana í gær og sýndi henni ritgerðarplanið mitt. Samkvæmt því ætla ég að klára í ágúst og henni fannst það ansi stíf áætlun. Reyndar efast ég um að ég nái að fylgja þessu plani, sérstaklega miðað við öll brúðkaupin sem við ætlum í og gestina sem við eigum von á (eru ekki annars allir á leiðinni í heimsókn?).
Kannski er allt í lagi að seinka ritgerðarskilum, þá get ég bara tekið nokkra aukaáfanga. Svo eru grísku bekkjarsystur mínar að reyna að sannfæra mig um að vera hér áfram. Það eru nokkrar sem ætla ekki aftur til Grikklands og finnst góð hugmynd að ég verði hér líka. Ein er meira að segja að hugsa um að kaupa hús og allt.

Verkefni númer fjögur þessa dagana er gæsun Wendy. Svoldið skrýtið að plana svona þegar maður hefur bara hitt manneskjuna tvisvar. Það gerir þetta líka erfiðara er hvað fólk er lengi að svara tölvupóstum. Þá er ég að tala um útlendinga, aðallega Þjóðverja og Englendinga. Ég er að reyna að fá álit hinna á hinu og þessu sem gengur afar hægt. Nema Lettar er fljótir. Það er greinilegt að það eru ekki allir jafn tölvupóstsvæddir eins og Íslendingar. Tja eða svona flestir Íslendingar...
Allavega er maður svo góður vanur, skrifar póst og fær oftast svar innan sólarhrings.

Eitt af því sem ein vildi endilega að yrði gert er að fara á strippstað. Allt í lagi, ég ákvað að kanna hvort það væri einhver staður í Amsterdam með karlkyns strippara. Mæli ekki með því að setja inn "male stripper Amsterdam" í Google. Þið getið bara ímyndað ykkur hvað kom upp.

No comments: