Monday 28 April 2008

Grískir páskar

Í gær var páskadagur samkvæmt grísku rétttrúnaðarkirkjunni (Greek orthodox) og að sjálfsögðu var slegið upp veislu. Á páskadag er venjan að grilla heilt lamb og borða, drekka og dansa allan daginn eins lengi og maður endist. Fólk er búið að fasta í 40 daga, tja núna fasta víst flestir í viku, svo allir eru rosa svangir.

Við mættum klukkan tvö og fórum heim um miðnætti eftir stanslaust át, drykkju og dans. Ég sýndi víst mikla hæfileika í grísku dönsunum og var úrskurðuð Grikki. Þannig að ég kem ekkert heim í haust, ég er farin til Grikklands!

Spiros að grilla


mikið borðað

Síðan runnu víst 123 bjórar og 15 flöskur af víni ofan í 15 manns og myndirnar mínar undarlega lélegar. Þeir sem vilja samt sjá myndir og misgóð myndbönd geta kíkt á síðuna hans Jóns.

Mætti svo í tíma í morgun, allir hressir og kátir!

No comments: