Monday 21 April 2008

17° og sól

mmm það er búið að vera yndislegt veður í dag og í gær. Alveg fullkomið að sitja úti og njóta lífsins.

Dagskráin er búin að vera þéttskipuð undanfarið.
Ásgeir kom, borðaði pizzu, drakk bjór og viskí, fékk túr um bæinn og kíkti með í gríska afmælisveislu. Drengurinn dansaði að sjálfsögðu gríska dansa og fékk góða dóma frá stelpunum.

Síðasta vika litaðist af undirbúningi fyrir helgina. Wendy og Chris skátavinir Jóns eru að fara að gifta sig í sumar og ég fékk það verkefni að skipuleggja eitt stykku gæsadag/kvöld/nótt. Verðandi brúður hef ég hitt tvisvar og aðra gesti sjaldnar eða aldrei. Ég lagðist því í rannsóknarvinnu til að kynna mér viðfangsefnið.
Ég viðaði að mér ýmsu og eyddi síðustu vikum í að senda tölvupósta til vinkvenna hennar og rekja garnirnar úr Jóni.

Úr varð heljarinnar dagskrá:
Daman var sótt á hótelið rétt rúmlega tíu um morgunin, byrjaði á smá sögufyrirlestri um Gömlu Kirkjuna til að koma inn kvíða um ægilega leiðinlegan túr. Skundaði svo á næsta pöbb, skellti í liðið einum drykk og dressaði dömuna upp í appelsínugulasta dress norðan Alpafjalla. Appelsínugulur er sá litur sem hún fer aldrei í, hatar bara eiginlega. Svo heppilega vill til að það litur konungsfjölskyldunnar svo af nógu er að taka hér. Þetta vakti mikla gleði vegfaranda sem héldu að hún væri í einhvers konar þjóðbúning og daman rataði í mörg myndaalbúm.
Ég útbjó ratleik sem var með vísbendingum á frönsku, hollensku, ítölsku, ensku og grísku sem leiddi okkur um Amsterdam. Fyrsta stopp var að finna systur dömunnar sem var óvæntur glaðningur. Hún lék myndastyttu á aðaltorginu og besta var að daman þekkti hana ekki nærri strax! það var sko fyndið.
Best að koma þessu frá sér í fáum orðum: Daman seldi smokka og te (hún er ensk sko), söng ABBA fyrir vegfarendur, keypti lúxuskonfekt fyrir ágóðann, fékk hjálp við að þýða vísbendingarnar í ratleiknum, borðuðum pönnukökur í hádegismat, við kíktum aðeins í Begijnhof, á Sex Museum, fórum í nudd, borðuðum indverskan mat um kvöldið, mikið talað, fórum á coffeeshop og dönsuðum fram á nótt.

Allir voru ægilega glaðir með daginn og ég var þreytt í gær. Eiginlega í dag líka.

Það er farið að styttast í sumarið með brúðkaupsflóðinu ægilega vítt og breitt um Evrópu. Svo er ég búin að fá boð í brúðkaup í Grikklandi næsta sumar! nóg að gera í bransanum.

3 comments:

Anonymous said...

vá! frábærlega skipulagt hjá þér!! Þú verður klárlega upptekin næstu árin við að vera svona næstum því wedding planner- nema bara gæsaplanner! hehe

hvað segiru er brúðkaup í grikklandi??

Anna Kristín said...

Þetta er aldeilis skipulag og átt greinilega heiður skilið fyrir það. Hlýtur að hafa verið skemmtilegt. Það er alltaf nóg að gera hjá þér Álfheiður mín ;)

Drekinn said...

Jaaaaaaa hérna! You sure know how to keep yourself busy my dear! En þetta var ábyggilega svaka gaman hjá ykkur! Og klappi klapp fyrir skipulagsprinsessunni!
Nema hvað! Fer ekki að vera komin tími á hitting? Kannski bara einn kaldan á terrass í blíðunni? Svei mér þá!