Saturday 5 April 2008

Verst af öllu

...er í heimi einn að búa í Reykjavík, kúldrast upp á kvistherbergi einn og hugsa um pólitík
djók

...er að vera ein heima, í sturtu með sjampó í hárinu, hitunin á hitadunknum dettur út, maður verður að gjöra svo vel að skola mest af sjampóinu úr með ísköldu vatni, þurrka af sér mestu bleytuna, skrönglast fram, draga hjólaborðið frá hurðinni að kompunni þar sem hitadunkurinn er, kveikja á hituninni, hlaupa aftur í sturtu og ná í sig hita.

Sem betur fer kom þetta ekki fyrir í dag.

Verst er líka að vera með lagabrot á heilanum. T.d. "Sigurður var sjómaður, sannur vesturbæingur". Verst er að mér finnst þetta ekki skemmtilegt lag og kann bara þessar tvær línur. Annað sem er líka á heilanum á mér "og þá stundi Mundi, þetta er nóg þetta er nóg, ég þoli ekki lengur að þvælast á sjó". Reyndar kann ég alveg lagið en ekki meira af textanum.

Best að einbeita sér að mikilvægari skrifum...

6 comments:

Anonymous said...

hæhæ, sorrý hvað ég er búin að vera léleg að skoða bloggið hjá þér, læt það ekki gerast aftur, lofa:o) en já talandi um að fá lög á heilann, þá eru 4 stelpur sem eru á starfsbrautinni í vma sem að tóku þátt í söngkeppninni í febrúar og sungu britney spears lagið með sniglabandinu og nylon og alltaf þegar ég sé þær í skólanum þá fæ ég alltaf á heiann: "ég ætla verð'einsog britney spears..."

Anonymous said...

.....alltaf er hann upplagður - út að skemmta sér, dansar hann við dömurnar - dásamaður allsstaðar.......

Það er nú alveg hægt að kenna þér meira úr textanum svo lífið verði bærilegra!

Hinsvegar skil ég ekki alveg - af hverju lög um einhverja sjómenn að þvælast um í kollinum á þér???

Jón er ekki sjómaður, þú ert ekki komin af sjómönnum, ekki alin upp við sjó ......kannski ertu bara jafn skrýtin og foreldrarnir.....

Álfheiður said...

Skrýtin eins og foreldrarnir? tja get ekki neitað því...
En ég ólst samt að hluta til við sjó mamma mín, samkvæmt mínu minni var nóg af sjó á Stokkseyri og Skagaströnd! Kemur samt þessum lögum ekkert við...

Eva said...

Ekki þori ég nú að deila mikið við ykkur furðufuglana, en eftir því sem ég best veit, þá er nú bara þónokkuð af sjó "á" Akureyri :|

Álfheiður said...

iss við vorum langt upp í þorpi Eva;)

Unknown said...

hehe, góð lög maður. Á ég að senda þér nokkuð vel valin lög með Gylfa Ægis?