Thursday 24 April 2008

Gleðilegt sumar

Sumardagurinn fyrsti í dag en engin skrúðganga og allt eins og á venjulegum fimmtudegi. Skrýtið!

Hrærði í pönnukökur og bauð nokkrum Grikkjum í kaffi í tilefni dagsins. Pönnsurnar þóttu auðvitað ægilega góðar og rabbabarasultan frá mömmu fékk líka góða dóma.
Fyndnast var þegar ég bar fram þeyttan rjóma og stelpurnar spurðu hvort ég hefði gert "þetta" sjálf. Ha? rjómann? já rjómann. Ö já ég þeytti hann. Vá þú kannt sko að búa til mat!
Ég vissi nú ekki að það væri nein matargerðarslist að þeyta rjóma. Þetta þótti þeim samt góð frammistaða.

Svo er bara að rumpa af eina verkefni á morgun og hinn af því á sunnudaginn er páskadagur samkvæmt grísku rétttrúnaðarkirkjunni og þá þarf að gera sér glaðan dag! borða aðeins og skála með Grikkjunum...

2 comments:

Anonymous said...

Gleðilegt sumar! og mér finnst það ágæt snilligáfa að geta þeytt rjóma :)
kv, Harpa

Anonymous said...

hæhæ gleðilegt sumar! já maður á greinilega ekki að gera lítið úr máli eins og að þeyta rjóma, maður er kannski meiri snillingur í eldhúsinu en maður leyfir sér að halda fyrst að það telst til afreka;o)