Monday 28 April 2008

blóm og bruni

Hvað gerir maður þegar maður á að vera heima og læra? jú gerir eitthvað allt annað.

Á laugardaginn fórum við í fyrsta hjólatúrinn út fyrir borgina og skelltum okkur til Sassenheim til að horfa á blómaskrúðgöngu. Reyndar var ég næstum jafnspennt yfir að sjá lúðrasveitir og blómin, hvað er betra en lúðrasveitabúningaklæddu fólki í beinum röðum labbandi í takt? reyndar voru sveitirnar sem við sáum í haust flottari en þessar en hvað um það, alltaf gaman að nokkrum mörsum.

Í Sassenheim hittum við Marielle og börn og hjóluðum um túlipanaakra heim til þeirra í Lisse.



Eftir alla klukkutímana í sólinni voru við bæði orðinn ansi rauð og sæt. Fyrsti sólbruni sumarsins í höfn. Falleg bóndabrúnka í uppsiglingu!


Á síðunni hans Jóns er tengill á myndir frá blómasýningunni fyrir þá sem vilja. Og fleiri myndir af bóndabrúnkubrunanum.

2 comments:

Anonymous said...

til hamingju með sólbrunann, ég er ennþá eins og kríuskítur en vonandi næ ég líka að brenna smá í USA;o)

Anna Kristín said...

Djöfull kannast ég við þennan rauða lit ;) hahha
Minnir nú að súrmjólk hafi verið meðal í þá daga, en um að gera að reyna að sleppa við það.