Monday 10 March 2008

Kynningin

Kynningin gekk alveg ágætlega, einni stelpu fannst glærurnar mínar róandi! aldrei heyrt að glærur væru róandi en það getur ekki verið svo slæmt.
Skorarformaðurinn kom með nokkrar ábendingar sem ég get notað til að bæta verkefnið.
Ég get allavega verið þokkalega ánægð með mitt, nokkrar af grísku stelpunum lentu í hakkavélinni og þurfa að endurskoða eða breyta miklu að mati kennarans.

Næsta mánudag þarf ég svo að kynna veggspjald sem er í raun unnið upp úr kynningunni frá í dag með breytingum sem lagðar voru til.

Aðal-ekki-skóla-verkefnið er svo undirbúningur fyrir gæsun Wendy, vinkonu Jóns. Ég hitti hana bara í fyrsta skipti um áramótin og þar sem ég er svo skemmtileg og virkaði sem ægilega góð í að skipuleggja þá bað hún mig að sjá um þetta. Já og kannski af því gæsunin verður í Amsterdam og ég bý stutt frá.
Er að vinna í að finna ódýra gistingu og plana skemmtilegheit.

Um helgin var afgangurinn af jólahamborgarhryggnum eldaður. Allt heppnaðist vel og ég gerði sósuna alveg sjálf án þess að hringja eftir aðstoð með gáfuleg vandamál eins og að sósan væri undarleg á litinn ;) hehe

3 comments:

Anna Kristín said...

Til lukku með að vera búin að kynna verkefnið. Gott að það gekk vel. En fyndið samt að þetta hafi verið róandi :D

Já, kemur manni ekki svo á óvart að þú hafir verið valin vegna skipulagningarhæfileika þinna. Enginn annars státar af öðru eins ;)

You go girl

Anonymous said...

jiii að þú skulir ekki hafa hringt í einkaþotu eftir mér! maður er sko næstum því móðgaður:P

annars hlaut að koma að því að við gerðum sósuna einar, maður er víst að fullorðnast;)

drekinn said...

Til hamingju med kynninguna!!!! Frabaert! Sorry ad eg var bara ekki en buin ad na ad svara emailinu fra ter i samb. gaesunina.........bara steingleymdi! En eg sakl nuna leggja hausinn i bleyti og reyna lata mer detta eitthvad storsnjallt i hug!
Knús!