Friday 7 March 2008

Ótrúlegt

Sá áðan tvær stelpur, svona giska á 10 og 12 ára, að MEÐ HJÁLM! Þetta eru sko stórfréttir hér í Hollandi. Það hjólar enginn með hjálm hér, nema kannski Tour de France gaurar í spandex göllum. Held ég hafi í alvörunni bara einu sinni eða tvisvar séð krakka með hjálm og aldrei fullorðinn (nema fyrrnefnda Tour de France gaura).
Ekki er ég neitt betri, nota sko ekki hjálm enda var mér sagt að gera það ekki. Bara túristar nota hjálm. Þeir eru náttúrulega ekki eins flinkir og Hollendingar að hjóla. Ég er svona mitt á milli Hollendinga og túrista í flinkheitum á hjólinu.

Annað ótrúlegt er gengi evrunnar. Eins og mér finnst fjármáladót leiðinlegt þá er ég hef ég breyst í sérlegan áhugamann um þetta blessaða gengi. Þegar ég kíkti á mbl áðan þá var gengið tæpar 105 kr! Já fínt já sæll. Setti einhver inn gengi pundsins í vitlausan reit? Ekki gott. Svona til viðmiðunar þá var gengið 85 kr þegar við komum út. Úff.

Markmið helgarinnar: klára kynningu á lokaverkefninu, flytja á mánudag.

1 comment:

Anonymous said...

Kanntu að prjóna á hjólinu?